Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 22. maí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir gætu spilað 100. landsleikinn fyrir Ísland
Icelandair
Ragnar lengst til vinstri og Birkir fyrir miðju.
Ragnar lengst til vinstri og Birkir fyrir miðju.
Mynd: Guðmundur Karl
Tveir leikmenn íslenska landsliðsins gætu spilað 100. landsleikinn í landsliðsverkefninu í júní.

Leikmennirnir tveir sem um ræðir eru Birkir Már Sævarsson og Ragnar Sigurðsson. Þeir eru báðir búnir að spila 97 landsleiki eins og er.

Birkir Már og Ragnar hafa báðir spilað lykilhlutverk í mögnuðum árangri Íslands undanfarin ár.

Leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar er Rúnar Kristinsson en hann spilaði 104 landsleiki.

Ísland mætir Mexíkó 30. maí í Dallas í Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 01:00 (eftir miðnætti) að íslenskum tíma. Strákarnir fara næst til Færeyja og mæta þar heimamönnum 4. júní á Tórsvelli og loks til Póllands þar sem þeir leika gegn Pólverjum 8. júní á Poznan Stadium.

Hægt er að sjá landsliðshópinn - sem var tilkynntur í gær - með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner