Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. maí 2021 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Við erum ótrúlega stoltir af þessum strákum"
Ísak Óli og Rúnar Þór
Ísak Óli og Rúnar Þór
Mynd: Jón Örvar Arason - Keflavík
Þeir Ísakl Óli Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson voru í gær valdir í fyrsta sinn í A-landsliðshóp. Þeir eru varnarmenn í liði Keflavík.

Miðvörðurinn Ísak Óli var í stóru hlutverki hjá U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni og lék einn leik í lokakeppni Evrópumótsins í mars.

Rúnar Þór er vinstri bakvörður sem var einn allra besti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra. Hann var valinn í hópinn hjá U21 síðasta haust en fékk ekki kallið í mars.

Þeir munu fara með í komandi verkefni íslenska landsliðsins.

Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var til viðtals í gær. Þar sem komandi leikur gegn Mexíkó er utan landsleikjaglugga mega félög banna leikmönnum að fara í leikina. Eysteinn segist ekki búinn að spá í því hvort þeir fái leyfi til að fara eða ekki.

„Við erum ótrúlega stoltir af þessum strákum að þeir skuli vera valdir til að fara í þetta verkefni og ég heyrði þetta bara í dag og er bara búin að vera með hugann við þennan leik þannig nú fer maður kannski að hugsa um þessa hluti," sagði Eysteinn í viðtali eftir leikinn gegn Fylki í gær. Viðalið í heild má sjá hér að neðan.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 2 Keflavík
„Getum ekki ætlast til þess að skora alltaf fimm mörk til þess að vinna fótboltaleiki"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner