lau 22. maí 2021 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Vínið bragðast betur, steikin smakkast betur og himininn er blárri"
Arnar ánægður
Arnar ánægður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er í toppsæti deildarinnar eftir sigur á KA í gær. Víkingur er með þrettán stig eftir fimm umferðir og hefur liðið unnið þrjá sigra í röð.

Arnar Gunnlaugsson var í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport eftir leikinn í gær. Hann var spurður hvernig honum liði á toppi deildarinnar.

„Ég hef aldrei skilið þessa speki að það sé kalt á toppnum, það er mjög heitt á toppnum," sagði Arnar.

„Vínið bragðast betur, steikin smakkast betur og himininn er blárri þannig að það er bara yndislegt á toppnum," sagði Arnar kátur við Ágúst Þór Brynjarsson.

Viðtal við Kára Árnason, fyrirliða Víkings, má sjá hér að neðan.

Lestu um leikinn: KA 0 - 1 Víkingur R.

Næsti leikur Víkings er gegn Fylki á þriðjudag.
Kári Árna: Ætla ekki að fara að gefa upp okkar leyndarmál
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner