Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. júní 2018 14:49
Magnús Már Einarsson
Birkir Kristins og Kanu sögðu nokkur orð fyrir leik
Icelandair
Kanu og Birkir ávörpuðu mannskapinn fyrir leik í dag.
Kanu og Birkir ávörpuðu mannskapinn fyrir leik í dag.
Mynd: Getty Images
Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, og Nwankwo Kanu, fyrrum framherji Arsenal og Nígeríu, sögðu nokkur vel valin orð fyrir leik Íslands og Nígeríu á Volgograd leikvanginum.

„Koma svo Ísland. Ætlum við ekki að vinna þetta?" öskraði BIrkir og fékk góðar undirtektir hjá stuðningsmönnum Íslands.

Birkir spilaði á sínum tíma 74 landsleiki fyrir Íslands hönd en sá síðasti var í 2-0 sigri á Ítalíu í vináttuleik á Laugardalsvelli árið 2004.

Hefð er fyrir þvi að tveir fyrrum landsliðsmenn segi nokkur vel valin orð fyrir leik. FIFA goðsagnir heitir verkefnið.

Fyrir leik Íslands og Argentínu voru það Arnór Guðjohnsen og Diego Maradona sem sögðu nokkur orð.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu frá Rússlandi


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner