Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 22. júní 2018 10:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Eggert Magnússon: Ég hafði alltaf trú á að við kæmumst á HM
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert reiknar með að Gylfi skori í dag.
Eggert reiknar með að Gylfi skori í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson fréttamaður Fótbolta.net spjallaði við Eggert Magnússon, fyrrum formann KSÍ í Volgograd sem er að sjálfsögðu í Rússlandi og ætlar sér að horfa á stórleik Íslands og Nígeríu sem fram fer klukkan 15:00 í dag.

Nei ég læt mig sko ekki vanta því að allan þann tíma sem ég var formaður KSÍ sem var nú ansi mörg ár þá vaknaði maður á hverjum morgni með þennan draum að við myndum komast fyrr eða síðar á úrslit í HM og þetta var náttúrulega drifkrafturinn í starfinu hjá okkur öllum," sagði Eggert.

Eggert hefur alltaf haft trú á því að Íslenska landsliðinu tækist að komast á HM. Að sama skapi var hann ekki hissa á úrslitum gærdagsins þegar Króatía flengdi Argentínu.

Ég hafði alltaf trú á þessu, alltaf. Bara spurning um að hlutirnir sem við vorum að gera í KSÍ væru réttir og við værum að búa til mannvirki og annað sem myndi hægt og sígandi leiða þetta af sér," sagði Eggert.

Það kom mér nú ekkert á óvart sá leikur reyndar eftir okkar leik við Argentínu. Þeir eru rosalega brothættir Argentína, eru með flotta leikmenn og maður hugsar með sér eins og á okkar leik þegar stutt er eftir þá kemur einhver besti framherji Evrópu, Higuaín inná. Við myndum gjarnan vilja hafa hann í okkar liði frá byrjun, en það er eitthvað að í karakternum og liðsheildinni hjá Argentínu."

Króatía er með flott lið, baráttulið sem berst virkilega fyrir sitt land og þjóð. ég hef nú oft verið í króatíu og það er mikil þjóðerniskennd þar þannig að það kemur mér ekki á óvart að þeir unnu í dag. hvað okkur varðar held ég að skipti nú eiginlega engu máli hvernig þau úrslit voru í gær. þetta fer allt eftir hvernig þessi leikur fer. Síðasti leikur gegn Króatíu, það væri gott að geta farið þangað með stórmeistarajafntefli í huga."

Að lokum bjóst Eggert við erfiðum leik en reiknar með sigri okkar manna í dag.

Þetta verður náttúrulega mjög erfitt í dag, heitt hérna og það maður myndi kannski segja að það passi Nígeríumönnum vel. Það má ekki gleyma þvi að allir þessir gaurar í nígeríska landsliðinu spila í Evrópu þannig að þeir eru orðnir vanir okkar aðstæðum líka. Ég held að þetta sé bara spurning um að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn og taka þá á discipline og liðsheild. það er náttúrulega það sem okkar leikur snýst um," sagði Eggert.

Þá reiknaði Eggert að sjálfsögðu með sigri okkar manna, 2-1 þar sem Gylfi og Alfreð séu líklegir markaskorarar. Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner