fös 22. júní 2018 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári: Þessir strákar eru mannlegir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður sá þetta ekki fyrir," sagði svekktur Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, eftir 2-0 tap gegn Nígeríu á HM.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð góður hjá íslenska liðinu en seinni hálfleikurinn var vægast sagt dapur.

Eiður Smári var auðvitað svekktur þegar hann ræddi leikinn á RÚV að honum loknum en hann benti jafnframt réttilega á það að jafnteflið við Argentínu í fyrsta leik hefði verið erfitt fyrir strákana og tekið mikla orku. „Það kom í ljós í dag hversu mikil og hversu mikið fór í Argentínuleikinn."

„Ég held að fólk vanmeti það. Þetta eru mannlegir strákar, þeir verða þreyttir eins og aðrir. Í dag kom í ljós hversu mikil orka fór í Argentínuleikinn."

Næsti leikur er við Króatíu á þriðjudagskvöld, á sama tíma spilar Nígería við Argentínu.

Sjá einnig:
Það þarf mikið að detta með okkur í lokaumferðinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner