fös 22. júní 2018 16:57
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Hannes maður leiksins
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson í leiknum í dag.
Hannes Þór Halldórsson í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson í baráttunni.
Aron Einar Gunnarsson í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-0 gegn Nígeríu í Volgograd í dag í öðrum leik liðsins á HM.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net beint frá Volgograd.



Hannes Þór Halldórsson 6 - Maður leiksins
Gat lítið gert í mörkunum. Öruggur í sínum aðgerðum.

Birkir Már Sævarsson 5
Átti tvær öflugar fyrirgjafir í fyrri hálfleik. Í meira basli í þeim síðari. Hefði mátt vera betur staðsettur þegar boltinn kom inn fyrir á Musa í öðru markinu.

Ragnar Sigurðsson 6 ('65)
Var flottur í fyrri. Náði ekki að stöðva Musa í fyrra markinu. Fékk höfuðhögg á sama tíma og þurfti á endanum að fara út af.

Kári Árnason 5
Var eins og Ragnar flottur í fyrri hálfleik. Missti Musa inn fyrir sig í öðru markinu.

Hörður Björgvin Magnússon 5
Fékk erfitt verkefni gegn Victor Moses. Komst ágætlega frá því. Var hins vegar illa staðsettur í innkasti sem Ísland átti sóknarlega áður en fyrra markið kom.

Rúrik Gíslason 4
Var að reyna en komst lítið áleiðis.

Aron Einar Gunnarsson 5 ('87)
Reyndi að berja sína menn áfram en hefur átt betri leiki. Var orðinn mjög þreyttur í lokin.

Gylfi Þór Sigurðsson 6
Reyndi að ógna en komst lítið áleiðis. Klikkaði á vítaspyrnu.

Birkir Bjarnason 5
Hefur eins og aðrir átt betri leiki í bláu treyjunni heldur en í dag.

Jón Daði Böðvarsson 4 ('71)
Byrjaði af ágætis krafti en fjaraði síðan undan honum.

Alfreð Finnbogason 6
Átti í erfiðleikum framan af en að dró minna af honum en mörgum leikmönnum Íslands. Fiskaði víti á laglegan hátt.

Varamenn:

Sverrir Ingi Ingason 5 ('65)
Fékk erfitt verkefni að koma inn í liðið um miðjan síðari hálfleik.

Björn Bergmann Sigurðarson ('71)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Ari Freyr Skúlason ('87)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner