fös 22. júní 2018 17:30
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms: Taktíkin var ekki röng
Icelandair
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Stalíngrad eftir 0-2 tap Íslands gegn Nígeríu. Íslenska liðið náði sér engan veginn á strik í seinni hálfleiknum.

„Þetta var ekki okkar besti leikur. Mér fannst menn vera að reyna að gera sitt besta. Hiti getur verið hluti af skýringunno. Nígería átti virkilega góðan leik en ég get alveg viðurkennt það að liðið hefur oft átt betri leik en í dag," segir Heimir.

„Argentínleikurinn tók mikið af leikmönnum. Mér fannst fyrri hálfleikurinn spilast vel. Það sem skiptir máli er þetta mark sem Nígería skorar. Það breytti leiknum, við þurftum að taka áhættur og fara framar. Þeir eru mjög gott skyndisóknarlið."

Ísland lék 4-4-2. Var það rangt að spila ekki aftur með fimm manna miðju eins og liðið gerði gegn Argentínu?

„Taktíkin var ekki röng. Við vorum aðeins of ólíkir sjálfum okkur en ég held að taktíkin hafi ekki verið röng," segir Heimir.

„Mér fannst við hættulegir í föstum leikatriðum en Nígeríumenn eru með góða menn í loftinu. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndir fyrir það.
Þeir voru alltaf á undan okkur í seinni boltana."

Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner