fös 22. júní 2018 07:00
Magnús Már Einarsson
Ísland í bláum búningum í dag
Icelandair
Bláu búningarnir fá að njóta sín í Volgograd í dag.
Bláu búningarnir fá að njóta sín í Volgograd í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið verður í bláum aðalbúningum sínum í leiknum gegn Nígeríu í Volgograd klukkan 15:00 í dag.

Gegn Argentínu var Ísland í hvítum varabúningum og það sama verður upp á teningnum gegn Króatíu á þriðjudaginn.

Í dag verður Ísland hins vegar í hefðbundnum bláum búningum. Hannes Þór Halldórsson, markvörður, verður í svörtum búning en ekki rauðum líkt og gegn Argentínu.

Nígeríu menn eru í ljósgrænum og hvítum treyjum en Francis Uzoho markvörður þeirra verður í appelsínugulum búning.

Ísland - Nígería

Ísland
Markmenn: Svartir
Útileikmenn: Bláir

Nígería
Markmenn: Appelsínugulir
Útileikmenn: Ljósgrænir/hvítir

Ísland - Króatía

Ísland
Markmenn: Rauðir
Útileikmenn: Hvítir

Króatía
Markmenn: Grænir
Útileikmenn: Svartir/dökkbláir
Athugasemdir
banner
banner
banner