Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. júní 2018 13:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lars: Ég er aldrei hissa þegar kemur að Íslandi
Icelandair
Lars þjálfar í dag norska landsliðið.
Lars þjálfar í dag norska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þegar kemur að Íslandi er ég aldrei hissa," segir Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, í viðtali sem birtist á vefsíðu Independent.

Lars segir að það myndi ekki koma sér neitt á óvart ef Ísland leggur Nígeríu að velli á HM í Rússlandi í dag. „Liðið lítur að minnsta kosti eins vel út og þegar ég var með það árið 2016."

„Þeir eru með meiri reynslu núna, eru bæði sterkir líkamlega og andlega og liðið er eitt það besta þegar kemur að skipulagi. Með góðu skipulagi áttu alltaf möguleika gegn bestu liðunum."

Ef Ísland vinnur Nígeríu í dag er liðið komið með annan fótinn í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi.

Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með Íslandi í leiknum í dag, en þrátt fyrir það telur Lagerback, sem er líka fyrrum landsliðsþjálfari Nígeríu, að Ísland eigi góðan möguleika.

„Aron Einar byrjaði að æfa fyrir nokkrum vikum eftir meiðsli en sjáðu hvað hann gerði á 75 mínútum gegn Argentínu, hann var alltaf á réttum stað og var frábær varnarlega. Gylfi er líka kominn til baka svo þeir eiga góðan möguleika gegn Nígeríu," sagði Lars að lokum.

Sjá einnig:
Heimir ekkert heyrt í Lars á meðan á HM stendur
Athugasemdir
banner
banner
banner