fös 22. júní 2018 16:01
Magnús Már Einarsson
Nígería fyrsta liðið sem á ekki skot í fyrri hálfleik
Icelandair
Hressir áhorfendur í stúkunni í Volgograd í dag.
Hressir áhorfendur í stúkunni í Volgograd í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markalaust er í hálfleik í leik Íslands og Nígeríu í Volgograd. Nígeríumenn hafa verið meira með boltann en íslenska vörnin hefur ekki gefið nein færi á sér.

Nígería hefur ekki átt eina einustu marktilraun í hálfleik en ekkert annað lið á HM í á hefur spilað fyrri hálfleik án þess að eiga marktilraun. Á sama tíma hefur Ísland átt fimm marktilraunir.

Samtals var Nígería 60% með boltann en leikmenn liðsins snertu boltann hins vegar einungis tvívegis í vítateig Íslands!

Eins og sjá má hér að neðan hafa Nígeríumenn mest reynt að sækja upp hægra megin með Victor Moses í broddi fylkingar.

UPPFÆRT: Það tók Nígeríu 20 sekúndur að eiga sína fyrstu marktilraun í seinni hálflik.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu frá Rússlandi




Athugasemdir
banner
banner
banner