Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. júní 2018 11:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sampaoli: Ég er sá eini sem ber ábyrgð á tapinu
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli hefur tekið á sig alla ábyrgð eftir tapleik Argentínu gegn Króatíu í gær.

Argentínska landsliðið átti ekki góðan dag og eftir skelfileg mistök Willy Caballero í markinu sem leiddi til fyrsta mark leiksins fór allt í steik.

Í viðtali við fjölmiðla eftir leik sagði Sampaoli að ábyrgðin fyrir lélegri frammistöðu liðsins væri öll sín.

Ég er sá eini sem ber ábyrgð á ákvarðanatökum. Í dag er tapið mér að kenna.Ég fór inn með fullt af væntinum og ég er í sárum yfir tapinu. Ég las leikinn alveg klárlega ekki eins og ég hefði átt að gera," sagði Sampaoli.

Argentína var í miklum vandræðum með að koma flæði á leik sinn og Lionel Messi átti ekki nægilega góðan dag heldur.

Okkur tókst ekki að finna blönduna sem hefði gefið okkur tækifæri. Planið í þessum leik var að pressa Króatana en eftir fyrsta markið þjáðumst við andlega og gátum ekki breytt sögunni. Allt sem gerðist fyrir liðið er varðar frammistöðu er leiðtoganum að kenna. Og ég tek á sökina fyrir það að leikmennirnir gátu ekki aðlagast leikskipulaginu," sagði Sampaoli.

Athugasemdir
banner
banner
banner