fös 22. júní 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorkell Gunnar spáir í leik Brasilíu og Kosta Ríka
Ná Neymar og félagar að komast yfir vonbrigðin úr fyrsta leik?
Ná Neymar og félagar að komast yfir vonbrigðin úr fyrsta leik?
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Nígeríu klukkan 15:00 en í hádeginu, klukkan 12:00 er leikur Brasilíu og Kosta Ríka á HM í Rússlandi.

Bæði þessi lið vilja gera betur en í fyrsta leik. Brasilía gerði 1-1 jafntefli við Sviss en fyrr um þann dag tapaði Kosta Ríka 1-0, svekkjandi fyrir Serbíu.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, spáir sannfærandi sigri Brasilíu á eftir.



Brasilía 3 - 0 Kosta Ríka (Klukkan 12:00)
Suður-Ameríkuliðin hafa oft heillað meira á HM en það sem af er þessu móti. Brassarnir finnst mér samt með sterkasta liðið af þeim. Ég held reyndar að Brasilía og Úrúgvæ verði einu liðin af þessum fimm frá Suður-Ameríku sem komist áfram í 16-liða úrslit ef því er að skipta.

Að því sögðu verð ég segja að mér fannst Kosta Ríka frekar slappir í fyrsta leiknum sínum á þessu móti. Ekki alveg sami kraftur og gleði þar í gangi og var á HM fyrir fjórum árum þegar Kosta Ríka var spútníklið mótsins. Þannig að niðurstaðan er sú að Brasilía vinnur þennan leik. Held meira að segja nokkuð sannfærandi. Ætla að segja 3-0 fyrir Brassa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner