fös 22. júní 2018 18:02
Elvar Geir Magnússon
Var ekki full einbeiting hjá strákunum okkar?
Icelandair
Halldór Björnsson, fyrrum þjálfari U17 landsliðs Íslands.
Halldór Björnsson, fyrrum þjálfari U17 landsliðs Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Björnsson, fyrrum þjálfari U17 landsliðs Íslands og fyrrum aðstoðarþjálfari kínverska kvennalandsliðsins, ýjar að því á Twitter að íslenska liðið hafi ekki verið með fulla einbeitingu á leiknum gegn Nígeríu í aðdraganda hans.

Í færslu sinni segir hann að liðið eigi að taka niður sólgleraugun, hætta að hugsa um Instagram og 'henda Mið-Ísland' gaurunum út af hótelinu sínu.


Á fréttamannafundi eftir leikinn í dag spurði erlendur blaðamaður Heimi Hallgrímsson að því hvort hann sjái eftir því að hafa gefið leikmönnum frí í gær til að hitta fjölskyldur sínar.

Heimir sagðist ekki vita af hverju umræðan um þetta hafi farið af stað.

„Á síðasta fréttamannafundi okkar töluðum við um að margt í lífinu væri mikilvægara en fótbolti, í tengslum við þau veikindi sem markvörður Nígeríu er að glíma við. Annað sem er mikilvægara í lífinu er fjölskylda. Í gær gafst tækfæri fyrir leikmenn að hitta fjölskyldu og það eiga menn að rækta í lífinu," sagði Heimir.

Hann sagði að það hefði alltaf verið þannig hjá Íslandi að leikmenn fengju tækifæri til að hitta fjölskyldur sínar þegar það væri möguleiki á.
Athugasemdir
banner
banner