fös 22. júní 2018 09:16
Elvar Geir Magnússon
Stalíngrad
Volgograd heitir Stalíngrad í dag
Icelandair
Íslendingur í Stalíngrad.
Íslendingur í Stalíngrad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sex daga á ári endurheimtir borgin Volgograd sitt gamla nafn og heitir þá Stalíngrad. Einn af þessum dögum er 22. júní.

Ísland mætir því Nígeríu í Stalíngrad í dag, eða hetjuborginni Stalíngrad eins og Rússarnir kalla hana.

Þessar sex dagsetningar tengjast allar seinni heimsstyrjöldinni og atburðum hennar en vendipunktur styrjaldarinnar átti sér stað í borginni þar sem Sove

Volgograd hét áður Stalíngrad en 1961 var nafninu breytt þegar stjórn Nikita Khrushchev reyndi að afmá nafn Stalíns af flestu í Rússlandi. Margir Rússar vilja að Stalíngrad nafnið verði aftur tekið upp.

Sagan drýpur af hverju strái en í borginni átti sér stað blóðug og óhugnaleg orrusta í seinni heimsstyrjöldinni.

Þar var vendipunktur þegar 'Orrustan um Stalíngrad' fór fram. Hún er af mörgum talin vera blóðugasta orrusta mannkynssögunnar en hátt í 2 milljónir manna voru myrtir, limlestir eða handteknir.

Borgin var álitin gríðarlega verðmæt vegna staðsetningar sinnar og að siglingaleiðin Volga er við hana. Þýski herinn gerði umsátur um borgina 1942 en Sovétmenn vörðu hana frækilega. Sigur Sovétmanna í orrustunni um Stalíngrad markaði upphaf hruns Þjóðverja.
Athugasemdir
banner
banner
banner