lau 22. júní 2019 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Völsungur með fullt hús eftir fimm umferðir
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Tveir leikir fóru fram í 2. deild kvenna í dag. Það voru félögin af Norðurlandinu sem báru sigur úr býtum.

Á Húsavík hafði Völsungur betur gegn Sindra eftir hörkuleik. Alexandra Taberner Tomas gerði tvennu fyrir Sindra en Krista Eik Harðardóttir svaraði með tvennu fyrir Völsung og lokatölur 3-2.

Völsungur er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Sindri er með þrjú stig eftir fjóra leiki.

Völsungur 3 - 2 Sindri
1-0 Elfa Mjöll Jónsdóttir ('9)
2-0 Krista Eik Harðardóttir ('33)
2-1 Alexandra Taberner Tomas ('41)
2-2 Alexandra Taberner Tomas ('57)
3-2 Krista Eik Harðardóttir ('59)
Rautt spjald: Marta Saez Sivill, Sindri ('91)

Í Breiðholtinu höfðu Hamrarnir svo betur gegn Leikni R. Leikskýrsla á síðu KSÍ er óljós en ljóst er að Maria Catharina Ólafsdóttir Gros átti stórleik og tryggði Hömrunum sigurinn.

Hún skoraði annað hvort tvennu eða þrennu í leiknum en Hamrarnir lentu ekki í miklum erfiðleikum og eru með sex stig eftir fjórar umferðir. Leiknir er áfram á botninum með eitt stig og -19 í markatölu.

Leiknir R. 1 - 3 Hamrarnir
0-1 Maria Catharina Ólafsdóttir Gros ('20)
1-1 Karítas María Arnardóttir ('29)
1-2 Maria Catharina Ólafsdóttir Gros ('48)
1-3 Inga Rakel Ísaksdóttir ('85)

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner