lau 22. júní 2019 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin: Úganda vann eftir 40 ár - Ighalo með sigurmark
Odion Ighalo gerði eina markið í sigri Nígeríu.
Odion Ighalo gerði eina markið í sigri Nígeríu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í fyrsta sinn í sögu Afríkukeppninnar eru 24 þátttakendur. Í dag skoraði Madagaskar sín fyrstu mörk í keppninni og Úganda vann sinn fyrsta leik í yfir 40 ár.

Úganda lagði Kongó að velli með tveimur mörkum gegn engu. Liðin mættust í fyrstu umferð.

Odion Ighalo gerði þá eina mark Nígeríu í sigri á Búrúndí. Ola Aina, sem Chelsea seldi til Torino á dögunum, átti magnaða stoðsendingu með hælnum.

Madagaskar gerði að lokum 2-2 jafntefli við Gíneu eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.

Kongó 0 - 2 Úganda
0-1 P. Kaddu ('14)
0-2 E. Okwi ('48)

Nígería 1 - 0 Búrúndí
1-0 Odion Ighalo ('77)

Gínea 2 - 2 Madagaskar
1-0 S. Kaba ('34)
1-1 Anicet ('49)
1-2 Andria ('55)
2-2 F. Kamano ('66, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner