lau 22. júní 2019 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Rúnar eldsnöggur að opna markareikninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason er kominn á blað hjá þýska félaginu Kaiserslautern.

Andri Rúnar skoraði þriðja mark Kaiserslautern í 4-1 sigri gegn FSV Frankfurt í æfingaleik í dag. Andri Rúnar kom inn á í hálfleik og var búinn að skora á 47. mínútu. Hann hefði getað bætt við fleiri mörkum og skallaði hann meðal annars í slána.

Andri Rúnar skrifaði undir tveggja ára samning við þýska C-deildarlið Kaiserslautern í vikunni. Ákvæði er í samningnum sem gerir félaginu kleift að framlengja um eitt ár.

Andri Rúnar, 28 ára, gengur í raðir Kaiserslautern eftir að hafa sinnt lykilhlutverki í liði Helsingborg í sænska boltanum. Þar var hann markahæstur í B-deildinni er félagið kom sér aftur upp í efstu deild.

Hann er annar íslenski sóknarmaðurinn til að ganga í raðir Kaiserslautern á síðustu árum, en Jón Daði Böðvarsson lék fyrir félagið 2016.

Sjá einnig:
Andri Rúnar: Risafélag sem á ekkert heima í C-deildinni


Athugasemdir
banner
banner
banner