Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 22. júní 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carrasco ósáttur: Liðið þarf á mér að halda
Carrasco í leik gegn Íslandi.
Carrasco í leik gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski landsliðsmaðurinn Yannick Carrasco gagnrýnir félag sitt, Dalian Yifang í Kína.

Carrasco yfirgaf Atletico Madrid og gekk í raðir Dalian Yifang en hefur ekki fundið sig í Kína. Hann mætti of seint til baka úr landsliðsverkefni og er kominn í frystikistuna. Honum hefur verið bannað að æfa með Dalian Yifang.

Í yfirlýsingu frá félaginu er sagt að mikil áhersla sé lögð á aga og að enginn einstaklingur sé framar liðinu.

Yu Ziqian, kínverskur liðsfélagi Carrasco, gagnrýndi hann á samfélagsmiðlum. Carrasco er ósáttur og segir að málið verði að leysa.

„Viðhorf sumra leiðtoga félagsins og liðsfélaga gagnvart mér er óskiljanlegt miðað við þá skuldbindingu og þá frammistöðu sem ég hef gefið af mér," skrifaði Carrasco á Twitter. „Liðið þarf á mér að halda og ég vil hjálpa liðinu. Það þarf að leysa þetta vandamál."

Hinn 25 ára gamli Carrasco er samningsbundinn í Kína til 2022, en hann hefur verið orðaður við Arsenal að undanförnu.



Athugasemdir
banner
banner