Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. júní 2019 06:00
Elvar Geir Magnússon
Copa America: Sigurmark frá Alexis Sanchez
Meistararnir byrja á tveimur sigurleikjum.
Meistararnir byrja á tveimur sigurleikjum.
Mynd: Getty Images
Ekvador 1 - 2 Síle
0-1 Jose Fuenzalida ('8)
1-1 Enner Valencia (víti '26)
1-2 Alexis Sanchez ('51)

Suður-Ameríkumeistararnir í Síle hafa unnið báða leiki sína í Copa America en þeir lögðu Ekvador í gærkvöldi. Síle hefur haft tangarhald á Ekvador í gegnum árin.

Síle var miklu betra liðið í byrjun og náði forystunni með laglegu skoti Jose Fuenzalida eftir hornspyrnu. Stöngin inn. Héldu þá margir að þetta yrði gönguferð í garðinum fyrir Síle.

En á 26. mínútu braut markvörður Síle ef sér og Ekvador fékk vítaspyrnu. Úr henni kom jöfnunarmarkið og gaf það þeim gulklæddu byr undir báða vængi. Voru þeir betri það sem eftir lifði hálfleiksins.

Sigurmarkið kom á 51. mínútu. Alexis Sanchez hafði hægt um sig í leiknum en fallegt mark hans réði úrslitum. Hann fékk fyrirgjöf frá hægri, var gapandi frír í teignum og skoraði með glæsilegu skoti í fjærhornið.

Síle þétti raðirnar eftir því sem á leikinn leið en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina í C-riðli. Úrúgvæ er með 4 stig, Japan 1 stig og Ekvador er á botninum með 0 stig. Tvö efstu liðin í riðlinum mætast í lokaumferðinni sem fram fer á mánudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner