Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. júní 2019 09:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný og Gunnhildur mættust - 15 þúsund á vellinum
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Það var Íslendingaslagur í bandarísku kvennadeildinni síðastliðna nótt. Dagný Brynjarsdóttir mætti Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur þegar Portland Thorns og Utah Royals áttust við.

Dagný var í byrjunarliði Portland og Gunnhildur í byrjunarliði Utah. Þær spiluðu báðar allan leikinn fyrir framan rúmlega 15 þúsund áhorfendur í Portland.

Því miður fyrir þessa fjölmörgu áhorfendur þá voru engin mörk skoruð. Það var ekki hægt að aðskilja íslensku landsliðskonurnar í þessum leik.

Utah er í öðru sæti með 17 stig og Portland er í þriðja sæti með 16 stig. Liðin að gera flotta hluti.

Bæði Dagný og Gunnhildur hafa verið í stóru hlutverki í landsliðinu undanfarin ár. Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, mætti í Heimavöllinn í vikunni. Smelltu hér til að hlusta á þáttinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner