banner
   lau 22. júní 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea að semja og Adebayor aftur til Englands?
Powerade
Pogba og De Gea eru báðir í slúðurpakka dagsins. Ekkert nýtt þar.
Pogba og De Gea eru báðir í slúðurpakka dagsins. Ekkert nýtt þar.
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier er orðaður við Juventus.
Kieran Trippier er orðaður við Juventus.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Adebayor og Sergio Ramos. Sá fyrrnefndi kemur við sögu í slúðurpakkanum.
Emmanuel Adebayor og Sergio Ramos. Sá fyrrnefndi kemur við sögu í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew.
Alan Pardew.
Mynd: Getty Images
De Gea Pogba, Lukaku, Neymar, Trippier, Bellerin, Lampard og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Hjá Manchester United eru menn vissir um það að David de Gea (28) muni skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Spænski markvörðurinn mun fá 350 þúsund pund í vikulaun. (Sun)

Paul Pogba (26), miðjumaður Manchester United, er efstur á óskalista Real Madrid í sumar. Hann fyrir ofan Christian Eriksen (27), miðjumann Tottenham, á óskalista Madrídarstórveldisins. (Goal)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur sagt félaginu að selja Pogba til hæstbjóðanda. Juventus hefur líka áhuga á franska landsliðsmanninum. (Star)

Tottenham mun biðja um Marco Asensio (22) frá Real Madrid ef Real ætlar sér að fá Christian Eriksen. (Sun)

Inter Milan vill fá sóknarmanninn Romelu Lukaku (27) frá Manchester United, en þarf að selja Mauro Icardi (26) til að fjármagna kaupin á honum. (Guardian)

Tottenham býst við því að fá tilboð frá Juventus í hægri bakvörðinn Kieran Trippier (28). Tottenham er tilbúið að selja hann fyrir upphæð í kringum 25 milljónir punda. (Telegraph)

West Ham, Watford og Sheffield United hafa öll áhuga á Emmanuel Adebayor (35), fyrrum sóknarmanni Arsenal, Manchester City og Real Madrid. Adebayor er án félags eftir að hafa síðast leikið með Istanbul Basaksehir í Tyrklandi. (Sun)

Paris Saint-Germain hefur látið Barcelona vita að Neymar (27) er ekki til sölu. (Daily Mail)

Planið hjá Real Madrid er það að kaupa Kylian Mbappe (20) frá PSG næsta sumar, en Mbappe þarf þá að biðja um sölu frá Parísarfélaginu. (AS)

Atletico Madrid hefur áhuga á Hector Bellerin (24), hægri bakverði Arsenal. Atletico er tilbúið að nota kantmanninn Vitolo (29) sem hluta af kauptilboðinu. (Telegraph)

Chelsea mun ekki taka ákvörðun um sölu á miðverðinum Kurt Zouma (24) til Everton þangað til nýr knattspyrnustjóri tekur við á Stamford Bridge. (Star)

Chelsea er tilbúið að borga Derby þær 4 milljónir punda sem þarf til að leysa Frank Lampard undan samningi. Chelsea vonast til að ráða Lampard sem stjóra sinn í næstu viku. (ESPN)

Petr Cech, fyrrum markvörður Chelsea, hefur verið ráðinn til félagsins sem tæknilegur ráðgjafi í þeirri von um að hann muni vinna náið með Lampard. (Guardian)

Maurizio Sarri, stjóri Juventus, er ekki að skoða það að kaupa sinn fyrrum lærisvein, miðjumanninn Jorginho (27) frá Chelsea. (Sun)

Manchester City er til í að hlusta á tilboð í enska landsliðsmanninn Fabian Delph (29). (Mail)

Celtic hafnaði 15 milljón punda tilboði frá Arsenal í vinstri bakvörðinn Kieran Tierney (22). (Sun)

Kínverska félagið Shanghai Greenland Shenhua hefur gert 17,8 milljón punda tilboð í Willian (30), en brasilíski kantmaðurinn mun hafna freistandi tilboði þaðan til þess að vera áfram í herbúðum Chelsea. (UOL Esporte)

Watford, Aston Villa og Bournemouth eru í baráttunni um Tom Heaton (33), markvörð Burnley, sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. (Sun)

Arsenal er að skoða möguleika sína, en félaginu miðar lítið áfram í mögulegum kaupum á kantmönnunum Yannick Carrasco og Ryan Fraser (báðir 25). Carrasco leikur með Dalian Yifang í Kína og Fraser er hjá Bournemouth. (Evening Standard)

Fulham vill kaupa sóknarmanninn Dwight Gayle (28) frá Newcastle. Hann var í láni hjá West Brom á nýliðnu tímabili. (Express)

Real Madrid ætlar ekki að leyfa James Rodriguez (27) að fara á láni, félagið vill selja hann. James hefur verið orðaður við ítalska félagið Napoli. (Goal)

Real Madrid vonast til að ný skattalög á Ítalíu muni hjálpa til við að selja leikmenn eins og James og Isco (27) til félaga í ítölsku úrvalsdeildinni. (Mail)

Alan Pardew, fyrrum stjóri West Ham, Newcastle og Crystal Palace, kemur til greina sem næsti stjóri FC Cincinnati í MLS-deildinni. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner