Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. júní 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Erna Guðrún spáir í 7. umferð Pepsi Max-kvenna
Erna Guðrún, fyrirliði FH.
Erna Guðrún, fyrirliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR stelpurnar fara norður og mæta Þór/KA.
KR stelpurnar fara norður og mæta Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
7. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna fer fram næstkomandi sunnudag og mánudag en deildin fer þar með af stað á ný eftir rúmlega tveggja vikna pásu.

Jóhann Ingi Hafþórsson, blaðamaður Morgunblaðsins spáði fjórum leikjum rétt í síðustu umferð en nú er komið að Ernu Guðrúnu Magnúsdóttur, fyrirliða FH í Inkasso-deildinni að spá í leiki 7. umferðarinnar.

Þór/KA 3 - 1 KR (14:00 á morgun)
KR lenti illa í því í seinasta leik á móti Keflavík og vilja hefna fyrir það en Þór/KA eru sterkar á heimavelli. Borgarstjórinn kemur heimamönnum í 2-0 en KR-ingar minnka munin með marki frá Katrínu Ómars og gefur KR-ingum von. Þórdís skilar sigrinum í höfn og kemur Þór/KA í 3-1

ÍBV 1 - 4 Valur (17:00 á morgun)
Valskonur halda áfram þessari svakalegri siglingu og mæta til Eyja gráðugar í að raða inn mörkunun. Þetta verður erfiður leikur fyrir eyjakonur en fyrsta markið mun samt sem áður koma frá þeim og verður það engin önnur en Cloé. Eftir markið hópast valskonur saman og snúa blaðinu og setja 4 mörk. Elín Metta heldur áfram að skora og setur þrennu, Guðný kemur svo með þrusu skot sem fer beint í samúel.

Breiðablik 3 - 0 HK/Víkingur (19:15 á mánudag)
''Grannaslagur'' verður í Kópavogi þar sem Breiðablik tekur á móti HK/Víking. Blikar ætla ekki hleypa Valskonum fram úr sér og ætla sér sigur. Leikurinn mun fara 3-0 og munu þær Agla María, Karólína og Hildur um mörkin.

Fylkir 2 - 1 Selfoss (19:15 á mánudag)
6 stiga og sjónvarpleikur! Þetta verður æsispennandi leikur um hvort liðið nær að koma sér frá botnbaráttunni. Eftir 6-0 tap á móti Val ætlar Fylkir að svara fyrir skellinn en Selfoss mun ekki gefa neitt eftir. Bæði lið eru baráttu lið og eru föst fyrir og verða því mikil átök í leiknum. Fylkiskonur komast yfir með marki frá Ídu en Selfoss verða fljótar að jafna með marki frá Magdalenu. Fylkiskonur munu sjá til þess að loka mínúturnar verða æsispennandi því þær munu stela sigrinum með svakalegu marki frá Huldu Hrund.

Keflavík 0 - 1 Stjarnan (19:15 á mánudag)
Eftir tvo tapleiki í deildinni mun Stjarnan komast á sigurbrautina. Þetta verður frekar rólegur leikur og mun Stjarnan taka hann 0-1. Keflvíkingar náðu góðum sigri í seinustu umferð á móti KR en Stjörnustelpur verða endurnærðar eftir þessa pásu og verða of stór biti fyrir Keflvíkinga.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Jóhann Ingi Hafþórsson (4 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (4 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner