Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. júní 2019 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso: Grótta skoraði fjögur - Þór jafnar Fjölni á toppnum
Alvaro Montejo fór útaf meiddur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveimur síðustu leikjum dagsins í Inkasso-deildinni var að ljúka. Spennandi lið Gróttu gerði þar út um Magna með fjórum mörkum í fyrri hálfleik.

Pétur Theódór Árnason byrjaði flugeldasýninguna á skallamarki á tíundu mínútu og tvöfaldaði Valtýr Már Michaelsson forystuna eftir laglega sendingu frá Orra Steini Óskarssyni.

Pétur Theódór bætti síðan öðru marki sínu við. Hann var fyrstur til að bregðast við eftir að boltinn fór í stöngina og fylgdi eftir með marki. Veislan var ekki búin því Kristófer Orri Pétursson skoraði með föstu skoti og staðan 4-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var nokkuð bragðdaufur en Gauti Gautason náði að minnka muninn fyrir Magna. Nær komust Magnamenn þó ekki og sitja áfram í botnsætinu með fimm stig eftir átta umferðir.

Grótta er í fjórða sæti, með fjórtán stig.

Grótta 4 - 1 Magni
1-0 Pétur Theódór Árnason ('10)
2-0 Valtýr Már Michaelsson ('23)
3-0 Pétur Theódór Árnason ('33)
4-0 Kristófer Orri Pétursson ('38)
4-1 Gauti Gautason ('80)

Þór og Keflavík áttust þá við í toppbaráttunni í ansi bragðdaufum leik. Þar er helst að frétta að Alvaro Montejo fór meiddur af velli. Hann afþakkaði börur og hoppaði útaf á einum fæti.

Það byrjaði að færast fjör í leikinn á lokakaflanum og komust heimamenn nálægt því að skora í tvígang. Aron Kristófer Lárusson var maðurinn í færunum en kom knettinum ekki í netið.

Lokatölur 0-0 og Keflvíkingar geta verið sáttir með sitt stig. Þórsarar naga sig eflaust í handarbökin fyrir að hafa ekki komið knettinum inn á lokakaflanum.

Þór jafnar Fjölni á toppi deildarinnar með stiginu. Keflavík er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir.

Þór 0 - 0 Keflavík

Stöðutöfluna má sjá hér fyrir neðan. Það tekur hana tíma að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner