Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 22. júní 2019 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Jói Kalli: Það er ekkert panikk
Jóhannes Karl hefur komið sterkur inn í Pepsi Max-deildina með Skagamönnum. Ekki ólíkt því þegar hann spilaði fyrst fyrir ÍA í efstu deild hér á landi sem leikmaður fyrir rúmlega 20 árum.
Jóhannes Karl hefur komið sterkur inn í Pepsi Max-deildina með Skagamönnum. Ekki ólíkt því þegar hann spilaði fyrst fyrir ÍA í efstu deild hér á landi sem leikmaður fyrir rúmlega 20 árum.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var ekki sáttur eftir 0-2 tap sinna manna gegn HK í Pepsi Max-deildinni. Þetta var þriðji tapleikur ÍA í röð í deildinni og sá fjórði í öllum keppnum.

Skagamenn fóru gríðarlega vel af stað í sumar og eru áfram í 3. sæti deildarinnar þrátt fyrir slakt gengi.

„Ég er gríðarlega vonsvikinn að hafa tapað hérna. Það var fullt af fólki sem mætti til að styðja við bakið á okkur og við vorum ekki klárir í þetta. Mér fannst HK hafa yfirhöndina í því sem þeir ætluðu að stýra í leiknum," sagði svekktur Jói Kalli að leikslokum.

„Það skiptir ekki máli hvaða leikkerfi þú ert að spila, fyrsta markið hjá HK er alltof auðvelt. Varnarleikurinn var ekki nógu góður. Ég er svekktur yfir því hvað við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur, við höfum verið að byggja okkar leik á ansi grimmum og öflugum varnarleik. Þetta er alltof mikið af mörkum sem við erum að fá á okkur og við vinnum ekki fótboltaleiki ef við verjumst ekki betur en þetta."

Jóhannes segist ekki vera smeykur varðandi framhaldið þrátt fyrir þetta mikla hrun hjá Skagamönnum undanfarnar vikur.

„Það er stutt á milli í þessu. Við sýndum í byrjun tímabils að við getum varist almennilega og við getum skorað mörk. Við höfum ekki náð að stilla okkur nógu vel af í undanförnum leikjum sem er gríðarlega svekkjandi. Það er ekkert panikk, við erum búnir að safna fullt af stigum en við viljum fara að verjast almennilega eins og lið aftur og við viljum fara að vinna leiki aftur.

„Við þurfum að gera mikið betur en þetta."


Þórður Þorsteinn Þórðarson var rekinn af velli undir lok leiksins þegar hann fékk tvö gul spjöld á innan við einni mínútu.

„Það er virkilega svekkjandi að missa mann útaf. Við verðum að sýna aga og halda haus alveg sama hvað gengur á í leikjunum."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner