Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 22. júní 2019 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Junior Firpo í stað Moreno hjá Liverpool?
Mynd: Getty Images
Liverpool gæti reynt að fá Junior Firpo, vinstri bakvörð spænska úrvalsdeildarfélagsins Real Betis, í sumar.

Alberto Moreno er farinn frá Liverpool og vantar mögulega einhvern sem getur verið til vara fyrir Andy Robertson.

Firpo er 22 ára gamall og er fæddur í Dóminíska lýðveldinu. Hann flutti sex ára til Spánar og á að baki leik fyrir U21 landslið Spánar. Hann lék 21 leik fyrir Betis í öllum keppnum á síðasta tímabili.

„Liverpool, eins og Man City, átti frábært síðasta tímabil og hefðu þeir unnið ensku úrvalsdeildina flest önnur ár. Jurgen Klopp veit það að Liverpool hefur ekki efni á því að gera ekki neitt. Alberto Moreno er farinn og eru þeir í leit að vara vinstri bakverði. Junior Firpo hjá Real Betis passar inn í þá hugmynd og 45 milljón punda riftunarverð hann fælir Liverpool ekki frá," segir á vef Guardian.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner