lau 22. júní 2019 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Breiðablik gekk frá ÍBV í seinni hálfleik
Blikar á toppinn
Breiðablik fer á toppinn í bili.
Breiðablik fer á toppinn í bili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikkelsen skoraði.
Mikkelsen skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron var mjög öflugur í leiknum.
Aron var mjög öflugur í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pedro og hans lærisveinar eru á botni deildarinnar með fimm stig.
Pedro og hans lærisveinar eru á botni deildarinnar með fimm stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 1 ÍBV
0-1 Telmo Ferreira Castanheira ('6 )
1-1 Kolbeinn Þórðarson ('45 )
2-1 Óskar Elías Zoega Óskarsson ('55 , sjálfsmark)
3-1 Thomas Mikkelsen ('74)
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik er komið á topp Pepsi Max-deildarinnar eftir sigur á botnliði ÍBV á gervigrasinu á Kópavogsvelli í dag.

Gary Martin, sem verður framherji ÍBV þegar glugginn opnar í júlí, var mættur á völlinn að fylgjast með sínum verðandi liðsfélögum.


Gestirnir úr Vestmannaeyjum skoruðu fyrsta mark leiksins og var það Telmo Ferreira Castanheira sem gerði það. Markið var algjörlega frábært, eitt af mörkum tímabilsins. „Komdu sæll og blessaður. Lítið í gangi, Castanheira vinnur boltann við D-bogann á Blikahelmingnum og rekur hann 5 - 10 metra áður en hann NEGLIR boltann með vinstri yfir Gulla sem stóð framarlega og í samskeytin fjær," skrifaði skólastjórinn, Magnús Þór Jónsson, í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

ÍBV var hársbreidd frá því að fara með 1-0 forystu inn í hálfleikinn, en á annarri mínútu uppbótartímans jafnaði Kolbeinn Þórðarson eftir slakt útspark frá Haldóri Páli í marki ÍBV. Staðan var því 1-1 í hálfleik í Kópavogi.

Blikar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og komust yfir þegar 10 mínútur voru liðnar af honum. Óskar Elías Zoega Óskarsson gerði sjálfsmark eftir fyrirgjöf Arons Bjarnasonar.

Aron lagði aftur upp á 74. mínútu, en í þetta skiptið fyrir sinn eigin liðsfélaga. Thomas Mikkelsen skoraði þá sitt fimmta mark í deildinni. Daninn hafði skorað stuttu áður, en þá var mark dæmt af honum vegna rangstöðu. Umdeildur dómur.

Aron Bjarnason virkilega flottur í þessum leik. Hann hreif að minnsta kosti Lucas Arnold, þann mikla áhugamann um Pepsi Max-deildina.


Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur 3-1 fyrir Breiðablik sem fer á topp deildarinnar með 22 stig úr 10 leikjum. KR getur aftur komist á toppinn á morgun þegar liðið heimsækir FH. ÍBV er á botni deildarinnar með fimm stig og Vestmannaeyingar geta örugglega ekki beðið eftir Gary Martin.

Klukkan 17:00 hefst leikur ÍA og HK. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner