Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. júní 2019 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurganga Gauja Þórðar stöðvuð - Óvæntur skellur hjá Start
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Aron Sigurðarson, leikmaður Start.
Aron Sigurðarson, leikmaður Start.
Mynd: Getty Images
Guðjón Þórðarson og hans lærisveinar í NSÍ Runavík gerðu 1-1 jafntefli gegn B36 þegar liðin mættust í deild þeirra bestu í Færeyjum á þessum laugardegi.

Lærisveinar Guðjóns höfðu unnið átta leiki í röð áður en kom að leiknum í dag.

NSÍ var heppið að tapa ekki leiknum þar sem liðið jafnaði metin í uppbótartíma. NSÍ er á toppi færeysku úrvalsdeildarinnar með jafnmörg stig og Klaksvík sem á leik til góða. B36 kemur í þriðja sæti með stigi minna en NSÍ og Klaksvík.

Óvænt tap hjá Íslendingaliði í norsku B-deildinni
Í norsku B-deildinni tapaði Start 3-0 gegn Notodden á heimavelli. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start og með liðinu leika Aron Sigurðarson og Kristján Flóki Finnbogason.

Aron var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn á meðan Kristján Flóki kom inn af bekknum á 58. mínútu.

Þetta var mjög óvænt tap í ljósi þess að Notodden var mjög fjögur stig fyrir leikinn og Start með 19 stig. Start hefur tapað tveimur leikjum í röð og er í fimmta sæti.

Sandefjord vann 3-2 sigur á Ull/Kisa á sama tíma, en hvorki Viðar Ari Jónsson né Emil Pálsson léku með Sandefjord í leiknum. Sandefjord er í öðru sæti.

Willum ónotaður varamaður
Willum Þór Willumsson var ónotaður varamaður hjá BATE Borisov gegn Isloch Minsk í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

BATE er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Brest, sem á líka leik til góða.

Á meðan Willum sat á bekknum vann hans fyrrum félag, Breiðablik, 3-1 sigur á ÍBV í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner