lau 22. júní 2019 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Albert svellkaldur á punktinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson var svellkaldur þegar hann steig á punktinn og skoraði úr vítaspyrnu í 3-1 sigri AZ Alkmaar í æfingaleik gegn Eendracht Aalst, sem leikur í neðri deild í Belgíu.

Staðan var 1-1 í hálfleik og kom Albert sínum mönnum yfir með markinu, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan. Albert beið eftir hreyfingu frá markverðinum og sendi boltann svo í netið.

Albert skoraði sex mörk í 25 deildarleikjum með AZ á síðustu leiktíð og er á fullu að undirbúa sig fyrir þá næstu. Hann átti 22 ára afmæli fyrir viku og getur næsta tímabil verið afar mikilvægt fyrir hans framtíð.

Fyrsti keppnisleikur AZ er gegn sænska félaginu BK Häcken í undankeppni Evrópudeildarinnar. Sá leikur fer fram 25. júlí og er seinni leikurinn 1. ágúst. Fyrsti deildarleikurinn er gegn Fortuna Sittard 4. ágúst.



Athugasemdir
banner
banner
banner