Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. júní 2019 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Football Italia 
Talið að Sarri muni mögulega nota Ronaldo sem 'falska níu'
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Juventus, flaug til Côte d'Azur og heimsótti Cristiano Ronaldo, sem er þar í fríi.

La Stampa, Corriere della Sera, Gazzetta dello Sport og fleiri fjölmiðlar á Ítalíu segja frá því að Sarri hafi farið ásamt Fabio Paratici, stjóra íþróttamála hjá Juventus, og fundað með Ronaldo um hlutverk hans í liðinu á komandi tímabili.

Hinn 34 ára gamli Ronaldo er stjarnan í liði Juventus, en talið er að Sarri vilji spila honum í fremstu víglínu sem og mögulega sem 'falskri níu'. Þetta hefur orðið til þess að sumir ítalskir fjölmiðlar eru byrjaðir að kalla Ronaldo CR9 frekar en CR7 eins og venjulega.

Sarri hefur notað þetta hlutverk með Napoli og Chelsea. Dries Mertens lék þetta hlutverk hjá Napoli og Eden Hazard hjá Chelsea.

Ronaldo skoraði 28 mörk í 43 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Juventus.

Sjá einnig:
De Ligt velur Ítalíumeistara Juventus




Athugasemdir
banner
banner