lau 22. júní 2019 07:30
Oddur Stefánsson
Heimild: Daily Mail 
West Ham segir Inter að láta Arnautovic vera
Mynd: Getty Images
West Ham segir Inter að láta Marko Arnautovic í friði eftir aukin áhuga á austuríska sóknarmanninum.

West Ham er staðráðið í því að Aurnautovic verði áfram hjá félaginu eftir aukin áhuga frá Inter að kaupa leikmanninn aftur í sínar raðir.

Inter sér fyrir sér að hafa Arnautovic í hópi sóknarmanna sinna á eftir Romelu Lukaku leikmanni Manchester United og Edin Dzeko leikmanni Roma.

West Ham fékk Arnautovic til að vera um kyrrt í janúar þegar leikmaðurinn var nánast kominn til Kína.

Danijel bróðir Arnautovic segir að bróðir sinn sé ánægður hjá West Ham og verði mættur 7. júlí þegar æfingar liðsins hefjast.

Arnaurovic lék með Inter þegar þeir unnu þrennuna undir stjórn Jose Mourinho tímabilið 2009/2010.
Athugasemdir
banner
banner