Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 22. júní 2020 21:50
Brynjar Ingi Erluson
Ben Mee um borðann: Þetta er skammarleg hegðun
Ben Mee í leiknum í kvöld
Ben Mee í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ben Mee, leikmaður Burnley á Englandi, var í losti yfir borðanum sem var flogið yfir Ethiad-leikvanginn í 5-0 tapinu gegn Manchester City í kvöld en hann fordæmir hegðunina.

Rétt fyrir leik liðanna í kvöld flaug flugvél með borða merktum White Lives Matter Burnley. Enska úrvalsdeildin hefur í samvinnu við félögin í deildinni sett af stað herferð í baráttu gegn kynþáttafordómum og lögregluofbeldi gegn svörtu fólki.

Enska úrvalsdeildarfélagið sendi strax frá sér yfirlýsingu og mun það rannsaka málið frekar og setja þá stuðningsmenn sem eiga í hlut í lífstíðarbann.

Mee vildi lítið tala um fótbolta og ræddi atvikið sérstaklega við BBC.

„Þetta var erfitt kvöld. Við getum talað um fótbolta en það er eitt sem ég vil koma á framfæri fyrst og það er þessi flugvél og borðinn sem var flogið yfir leikvanginn," sagði Mee.

„Ég skammast mín fyrir þessa örfáu stuðningsmenn sem ákváðu að gera þetta. Þetta er ekki það sem klúbburinn stendur fyrir og þessir stuðningsmenn hafa greinilega ekki tekið eftir því sem við erum að reyna að afreka."

„Þetta fólk þarf að stilla sig inn á 21. öldina og fræða sig betur. Ég get fullvissað alla um að þetta er ekki það sem við stöndum fyrir, hvorki félagið né leikmennirnir og hvað þá meirihluti stuðningsmanna."

„Ég hef heyrt af því að þetta eru nokkrir hluti stuðningsmanna sem komu þessu í kring og ég vona að þetta gerist ekki aftur. Ég vil ekki tengja þetta við félagið mitt og ég vil ekki sjá þetta í leiknum."

„Þetta er ekki rétt og við fordæmum þessa hegðun. Þetta fólk getur lært um hvað málið snýst. Leikmennirnir hafa komið saman og þetta er það sem við viljum og meirihluti stuðningsmanna. Við viljum jafnrétti í samfélaginu, fótbolta og í öllu,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner