mán 22. júní 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cavani og Meunier ekki með PSG í Meistaradeildinni
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani og Thomas Meunier munu yfirgefa franska félagið Paris Saint-Germain þegar samningar þeirra enda í lok þessa mánaðar.

Keppni í frönsku úrvalsdeildinni var hætt í apríl í kjölfar kórónuveirufaraldursins og var PSG, toppliðinu á þeim tíma, veittur meistaratitillinn. Meistaradeildin er hins vegar ekki búin og verður hún ekki kláruð fyrr en í ágúst, en þar er PSG komið í 8-liða úrslit.

Nokkrir leikmenn eru að renna út á samningi hjá PSG og ætlar sumir þeirra að vera hjá félaginu fram í ágúst, og spila í Meistaradeildinni. Þar má nefna Layvin Kursawa og Thiago Silva.

Goal segir hins vegar frá því að Cavani og Meunier hafi hafnað boði frá Parísarfélaginu um að vera áfram hjá því þangað til í ágúst.

Cavani, sem er 33 ára, hefur verið hjá PSG frá 2013 og skorað 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum. Meunier er hægri bakvörður sem leikið hefur með félaginu frá 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner