mán 22. júní 2020 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Eitt nýtt smit í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Chateau
Eitt nýt smit kórónuveiru greindist í ensku úrvalsdeildinni en þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni í kvöld.

Leikmenn og þjálfaralið eru prófaðir reglulega í úrvalsdeildinni en þetta var tíunda umferð af prófunum sem fór fram frá miðvikudegi til sunnudags.

Eitt nýtt smit var þar staðfest en 1541 einstaklingar voru skimaðir í þessari umferð.

Enska úrvalsdeildin er komin aftur á ról eftir langt hlé en Manchester og Burnley eigast einmitt við í 30. umferð deildarinnar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner