Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. júní 2020 16:51
Elvar Geir Magnússon
ESPN: Bellingham semur við Dortmund
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund hefur tryggt sér táninginn Jude Bellingham ef fréttir ESPN eru réttar.

Bellingham er sextán ára miðjumaður sem hefur slegið rækilega í gegn hjá Birmingham.

Manchester United hefur sýnt Bellingham áhuga en Dortmund er frægt fyrir að fá unga leikmenn til að blómstra og fyrir því er hann spenntur.

Talið er að Dortmund kaupi Bellingham fyrir um 20 milljónir punda.

Hann má ekki skrifa undir atvinnumannasamning fyrr en hann verður sautján ára en það verður 29. júní.

Bellingham hefur spilað 33 deildarleiki fyrir Birmingham og er með fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner