Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 22. júní 2020 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Flaug með White Lives Matter-borða yfir Etihad
Borðinn sem var flogið með yfir Etihad
Borðinn sem var flogið með yfir Etihad
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur sent frá tilkynningu þar sem það fordæmir borðann sem flugvél flaug með yfir Etihad-leikvanginn í kvöld.

Manchester City er að vinna Burnley 4-0 á Etihad í ensku úrvalsdeildinni en skammarleg uppákoma átti sér stað þegar leikurinn var að hefjast.

Leikmenn deildarinnar hafa ákveðið að krjúpa fyrir leiki til að sýna stuðning í baráttunni gegn kynþáttafordómum og lögregluofbeldi en stuttu eftir það flaug flugvél með borða yfir völlinn sem stóð á White Lives Matter Burnley.

Burnley sendi frá tilkynningu í kjölfarið og fordæmir þessa hegðun en litirnir á borðanum voru þeir sömu og Burnley kennir sig við.

„Knattspyrnufélagið Burnley fordæmir verknaðinn hjá þeim sem standa á bakvið þessa flugvél og borðann sem flaug yfir Etihad-leikvanginn á mánudagskvöld. Við viljum koma því á hreint að þeir sem eiga í hlut eru ekki velkomnir á Turf Moor,"

„Þessi verknaður er á engan hátt skildur við það sem Burnley stendur fyrir og við munum vinna með yfirvöldum til að finna þá sem bera ábyrgð á þessu og dæma þá í lífstíðarbann. Við styðjum baráttu ensku úrvalsdeildarinnar heilshugar þegar það kemur að Black Lives Matter-hreyfingunni."

„Við biðjumst innilegrar afsökunar til ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City og þeirra sem hafa hjálpað til við að koma Black Lives Matter á framfæri,"
sagði ennfremur í yfirlýsingunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner