Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 22. júní 2020 10:00
Innkastið
Geggjuð innkoma hjá Jóni Arnari Barðdal
Jón Arnar fagnar marki sínu gegn KR á laugardaginn.
Jón Arnar fagnar marki sínu gegn KR á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er góð saga og mér fannst hann vera besti maður vallarins," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu þegar hann ræddi um Jón Arnar Barðdal.

Hinn 24 ára gamli Jón Arnar skoraði þriðja mark HK í 3-0 sigri á KR á laugardaginn og átti frábæran leik í fremstu víglínu. Jón Arnar kom óvænt til HK í vor eftir að hafa verið í skóla í Bandaríkjunum og að spila í neðri deildunum undanfarin ár.

Jón Arnar spilaði tvo leiki með KFG í 3. deildinni árið 2018 og einn leik í 2. deildinni í fyrra. Jón Arnar kom inn á snemma í fyrstu umferðinni eftir að Bjarni Gunnarsson meiddist.

Efasemdaraddir heyrðust um hann fyrir leikinn á laugardag en Hjörvar Hafliðason lýsti meðal annars yfir áhyggjum sínum af sóknarleik HK í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í síðustu viku. Jón Arnar svaraði fyrir sig með frábærum leik og marki í Vesturbænum.

„Hann var geggjaður uppi á topp. Ég hafði lítið séð af honum fyrir leik og það hefur verið í umræðunni hvort hann eigi að halda uppi sóknarleiknum í fjarveru Bjarna. Hann var mjög góður og kórónaði góðan leik sinn með því að vippa yfir Beiti," sagði Ingólfur í Innkastinu.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, þjálfaði Jón Arnar þegar hann varð Íslandsmeistari með 2. flokki Stjörnunnar.

„Þetta er hrikalega klókt hjá HK og vel scoutað. Þarna er maður sem kann augljóslega að spila fótbolta. Hann hefur verið í skóla í Bandaríkjunum undanfarin ár og Brynjar Björn þekkir til hans frá Stjörnunni," sagði Ingólfur.


Innkastið - Hvað gerðist eiginlega á Meistaravöllum?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner