mán 22. júní 2020 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Grikkland: Ögmundur í sigurliði - Þrjú rauð á loft
Ögmundur Kristinsson
Ögmundur Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna í 3-1 sigri Larissa á Volos NFC í grísku deildinni í dag. Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum.

Það var líf og fjör í leiknum en gestirnir í Volos komust yfir með marki á 15. mínútu leiksins. Útlitið var ekki gott fyrir Larissa er Al Ghazal fékk sitt annað gula spjald á 44. mínútu og þar með rautt.

Mínútu síðar fékk Evangelos Ikonomou, leikmaður Volos, tvö gul spjöld á mettíma og var sömuleiðs sendur í sturtu eftir brot innan teigs. Heimamenn jöfnuðu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Gestirnir virkuðu frekar pirraðir í leiknum og var gott dæmi um það er Lefferis Lyratzis fékk gult spjald á 60. mínútu og svo annað gula spjaldið sjö mínútum síðar.

Það hjálpaði Larissa að ná í sigurinn en Gabriel Torje og Jonathan Bustos skoruðu mörkin. 3-1 sigur Larissa staðreynd.

Larissa leikur í fallriðlinum í Grikklandi en stendur þó vel að vígi og er með sigrinum nú fjórtán stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner