Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. júní 2020 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Erum nálægt því að tryggja Meistaradeildarsæti
Pep Guardiola á hliðarlínunni í leiknum
Pep Guardiola á hliðarlínunni í leiknum
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, var ánægður með framlag sinna manna í 5-0 sigrinum á Burnley í kvöld en liðið er nálægt að tryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu.

Phil Foden og Riyad Mahrez skoruðu báðir tvö mörk fyrir liðið en David Silva komst einnig á blað.

Guardiola var ánægður með sigurinn og er liðið nálægt því að tryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu. Það er þó alls ekki víst að City verði með í Meistaradeildinni en UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá því að spila í keppnum á þeirra vegum vegna ítrekaðra brota á fjárhagsreglum sambandsins.

City ákvað að áfrýja niðurstöðunni til Alþjóða íþróttadómstólsins og liggur ákvörðun fyrir í næsta mánuði.

„Við spiluðum mjög vel. Þetta er var góð frammistaða og sérstaklega í byrjun leiksins. Við urðum að vera þolinmóðir. Fyrsta og annað markið hjálpaði okkur mikið og við erum svo nálægt því að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili," sagði Guardiola.

„Ég hef alltaf sagt það með Foden að þegar hann hefur spilað þá hefur hann ekki spilað illa. Hann elskar að spila fótolta og þegar hann er í fríi þá fer hann út með félögum sínum í fótbolta. Hann er bara 20 ára gamall og þarf að bæta sig. Hann verður mjög mikilvægur leikmaður fyrir félagið næsta áratuginn og á þetta svo sannarlega skilið. Það er gaman að horfa á hann," sagði Guardiola um frammistöðu Phil Foden.

Spænski reynsluboltinn David Silva skoraði þá í leiknum eftir sendingu frá Bernardo. Silva yfirgefur City í sumar og mun róa á önnur mið en Guardiola talaði um hann á blaðamannafundinum.

„Þegar stuðningsmenn mega byrja að mæta á leiki á Etihad þá vonumst við eftir því að það verði fyllt í öll sæti á leikvanginn fyrir þessa goðsögn. Joe Hart, Vincent Kompany, Yaya Toure og Pablo Zabaleta líka, þessir leikmenn koma öðrum leikmönnum á hærra plan og eiga skilið alvöru veislu. David er einstakur þegar það kemur að smáu svæðunum."

„Þegar David sagði að þetta væri síðasta árið hans þá talaði ég við stjórnina og sagði þeim að við værum með Phil Foden og því þurfum við ekki að fjárfesta í öðrum leikmanni."


Sergio Aguero fór meiddur af velli í leiknum. Hann fékk högg á hné og gæti misst af næstu leikjum.

„Þetta lítur ekki vel út. Það var eitthvað í hnénu en við munum vita meira á morgun. Hann fann fyrir verkjum og hefur verið með verki síðasta mánuðinn á þessu svæði," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner