Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. júní 2020 13:50
Magnús Már Einarsson
Guendouzi sleppur við leikbann
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi, miðjumaður Arsenal, fær ekki leikbann eftir að hafa tekið Neal Maupay, framherja Brighton, hálstaki undir lokin í leik liðanna um helgina.

Maupay tryggði Brighton sigur í viðbótartíma en talsverður hiti var í leiknum.

Martin Atkinson, dómari leiksins, sá ekki atvikið en búist var við því að Guendouzi yrði dæmdur í bann af myndbandsupptöku.

Í ljós hefur komið að atvikið var skoðað í VAR í leiknum sjálfum og því getur enska sambandið ekkert gert í málinu núna.

Frakkinn sleppur því með skrekkinn og nær að spila næsta leik með Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner