mán 22. júní 2020 12:14
Magnús Már Einarsson
Metáhorf á leik Everton og Liverpool
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Met var sett þegar 5,5 milljónir manna á Englandi horfðu á nágrannaslag Everton og Liverpool í beinni útvarpi í sjónvari í Englandi í gær.

Sky Sports sýndi leikinn og staðfesti þessar áhorfendatölur í dag.

Þetta bætir met frá 2012 þegar 4,3 milljónir manna horfðu á grannaslag Manchester United og Manchester City.

Englendingar eru fótboltaþyrstir eftir hlé vegna kórónaveirunnar og þá er fólk einnig mikið heima hjá sér vegna faraldursins.

Sjónvarpsáhorfendur fengu hins vegar ekki skemmtilegan leik en lokatölur urðu 0-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner