Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. júní 2020 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Rudiger sannfærði Werner um að koma til Chelsea
Antonio Ruidger og Timo Werner
Antonio Ruidger og Timo Werner
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gekk frá kaupum á Timo Werner frá RB Leipzig á dögunum en Antonio Rudiger átti þátt í því að sannfæra leikmanninn um að ganga í raðir enska félagsins.

Rudiger og Werner eru afar góðir félagar en þeir spiluðu saman hjá Stuttgart í fimm ár og eru þá liðsfélagar í þýska landsliðinu.

Liverpool var lengi vel á eftir Werner en félagið var ekki reiðubúið að greiða uppsett verð. Chelsea ákvað því að nýta tækifærið og gekk frá kaupum á leikmanninum.

„Ég talaði við hann áður en Chelsea keypti hann því ég hef þekkt hann lengi. Við töluðum mikið saman í samkomubanninu og hann sagðist hafa áhuga á því að koma til Englands. Ég gerði svo það sem þurfti að gera," sagði Rudiger.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að fá hann og hlakka til að vinna með honum. Ég hef þekkt hann frá því ég var 17 ára og hann hefur gert frábæra hluti síðustu ár. Hann gæti reynst okkur mikilvægur," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner