Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. júní 2020 17:39
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari CSKA með háþrýsting og gæti sagt upp störfum
Victor Goncharenko
Victor Goncharenko
Mynd: Getty Images
Victor Goncharenko, þjálfari CSKA Moskvu, gæti hætt með liðið á næstu dögum en hann þjáist af háþrýstingi. Félagið greinir frá þessu í dag.

Goncharenko gerði frábæra hluti með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi frá 2007 til 2013 áður en hann ákvað að fara til Rússlands. Hann var aðstoðarþjálfari CSKA Moskvu tímabilið 2015-2016 og stýrði þá Ufa eitt tímabil áður en hann tók við CSKA.

Árangur hans í Moskvu hefur verið sæmilegur en nú eru líkur á því að hann hætti með liðið. Hann er með háþrýsting (e. hypertension) og verður ekki á hliðarlínunni í næsta deildarleik liðsins.

Hann er farinn aftur til Hvíta-Rússlands og gæti hann ákveðið að hætta með CSKA.

CSKA nýtti sér þá samfélagsmiðla í leiðinni með að fordæma ummæli rússneska umboðsmannsins Dmitri Celuk en hann sakar Goncharenko um kynþáttafordóma.

Celuk er umboðsmaður Cedric Gogoua, sem leikur með liðinu, en hann var ekki í liði CSKA sem tapaði fyrir Zenit á dögunum, 4-0.

Goncharenko var með þá Vladim Karpov, Igor Diveev og Viktor Vasin í vörninni gegn Zenit en Hörður Björgvin Magnússon kom þá inná sem varamaður í hálfleik. Arnór Sigurðsson byrjaði inn á en var skipt af velli á 64. mínútu. CSKA er í fimmta sæti deildarinnar og í baráttu um Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner