Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 22. júní 2020 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Örn: Getum loksins farið að brosa á ný
Viðar Örn í landsleik á síðasta ári.
Viðar Örn í landsleik á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yeni vann sinn fyrsta leik síðan 15. desember.
Yeni vann sinn fyrsta leik síðan 15. desember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Markið og sigurinn sem vannst með því er ótrúlega mikilvægur fyrir liðið.
Markið og sigurinn sem vannst með því er ótrúlega mikilvægur fyrir liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum um helgina og skoraði sigurmark Yeni Melatyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Markið er annað mark Viðars fyrir félagið en hann gekk í raðir þess í janúar á láni frá Rostov í Rússlandi.

Markið tryggði gífurlega langþráðan sigur Yeni en liðið hafði ekki unnið leik síðan í desember og er í hörku fallbaráttu. Fótbolti.net heyrði í Viðari og spurði hann út í leikinn og stöðuna í Tyrklandi.

„Tilfinningin að skora var frábær því liðið er búið að fara í gegnum alls konar vitleysu. Það er ekki búinn að vinnast leikur síðan í desember og sjálfstraustið í liðinu ansi lítið, við erum búnir að vera óheppnir. Þá hafa einnig orðið þjálfaraskipti hjá félaginu," sagði Viðar.

„Ég kem til liðsins í lok janúar og enginn leikur unnist síðan, svo kom veiran. Markið og sigurinn sem vannst með því er ótrúlega mikilvægur fyrir liðið."

Viðar kom inn á sem varamaður í leiknum, hvernig fannst honum það?

„Ég byrjaði leikinn á undan og þeir töluðu við mig að það væri í raun enginn í topp leikformi. Ég var mjög þreyttur í hálfleik á þeim leik, þeir sögðu að uppleggið væri þannig að ég ætti að koma inn í seinni hálfleik og klára leikinn. Það gerðist og það er frábært. Yfirleitt er maður ekki sáttur að vera á bekknum en í þetta skiptið fannst mér það fínt þar sem ég spilaði leikinn á undan og ég sá þar að í seinni hálfleik voru menn fljótir að þreytast. Ég sá möguleikann í því að koma inn í þessum leik ferskur og að ég gæti gert hluti sem svo gerðist."

Sigurinn á laugardag skaut Yeni upp úr fallsæti. Liðið endaði fimmta sæti á síðustu leiktíð.

„Þetta lyfti okkur upp úr fallsæti og sigurinn klár vítamínsprauta í liðið eftir mjög slæmt gengi. Tímabilið byrjaði ágætlega en svo tóku við tólf leikir í röð þar sem náðist einungis í eitt jafntefli. Í svoleiðis gengi verður mórallinn á æfingum leiðinlegur og því get ég og við í liðinu aðeins farið að brosa á ný. Það eru sex leikir eftir og við þurfum örugglega að vinna helminginn af þeim til að sleppa við fall. Hefðum við tapað þessum leik hefði þetta orðið ansi erfitt."

Vel tekið á málum þegar kemur að COVID
Hvernig eru reglurnar í kringum félögin í Tyrklandi vegna kórónaveirunnar?

„Það stefndi fyrst í að við myndum spila fyrir luktum dyrum áfram í mars eins og gert var í Hvíta-Rússlandi. Við spiluðum einn leik á meðan allt var stopp annars staðar í Evrópu en svo kemur veiran að alvöru til Tyrklands í seinna laginu. Þá fór allt á hold og allt lokaði. Það var lokað á flugsamgöngur og ekki hægt að keyra á milli bæja."

„Maður var í útgöngubanni hérna en nú er aðeins búið að létta á reglunum og fólk getur farið á veitingahús. Það er harka í þeim hér þegar kemur að faraldrinum. Það kom alveg upp panikk, allt sótthreinsað sem sést í og tekið vel á málum hérna, allt mjög vel gert."


Einn liðsfélagi sem greindist með veiruna
Hvernig voru reglurnar í kringum leikmenn, æfingar og leiki. Eru þeir reglulega prófaðir?

„Við förum í test einu sinni í viku og áður en við mætum á völlinn er skoðað hvort við séum með hita eða ekki. Það var einn leikmaður sem greindist með veiruna hjá okkur frá því að veiran kom til landsins. Það var brugðist rétt og hratt við öllu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner