banner
   þri 22. júní 2021 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: KR heldur toppsætinu - Víkingur R. skoraði fimm
Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði tvö fyrir Víking R.
Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði tvö fyrir Víking R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fór fram heil umferð í Lengjudeild kvenna í kvöld en KR er komið á toppinn þrátt fyrir að hafa gert 1-1 jafntefli við Aftureldingu í kvöld en á sama tíma vann Víkingu R. 5-1 sigur á ÍA upp á Akranesi.

Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði tvívegis fyrir Víking gegn ÍA upp á Skaga í 5-1 sigrinum. Nadía Atladóttir og Dagný Rún Pétursdóttir komust einnig á blað.

Víkingur R. er í 4. sæti með 11 stig en ÍA í 6. sæti með 9 stig. FH vann þá Grindavík 1-0 og komust FH-ingar þar með upp í 3. sæti deildarinnar. Liðið er með 15 stig, stigi á eftir toppliði KR sem gerði 1-1 jafntefli við Aftureldingu í toppslag kvöldsins. Afturelding er í öðru sæti með 15 stig.

Haukar unnu þá Augnablik 3-1. Vienna Behnke kom Haukum yfir á 5. mínútu áður en Eyrún Vala Harðardóttir svaraði með marki undir lok fyrri hálfleiks. Haukar gerðu tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum og tryggðu sér góðan sigur. Haukar eru í 5. sæti með 10 stig en Augnablik í næst neðsta sæti með 5 stig.

Danielle Marcano skoraði bæði mörk HK í 2-1 sigri á Gróttu en mörkin komu á þriggja mínútna kafla. Fyrra markið á 15. mínútu og það síðara á 18. mínútu. María Lovísa Jónasdóttir minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks en lengra komst Grótta ekki.

HK og Grótta eru jöfn að stigum í 7. og 8. sæti með 7 stig.

Úrslit og markaskorarar:

ÍA 1 - 5 Víkingur R.
0-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('11 )
0-2 Aníta Sól Ágústsdóttir ('46, sjálfsmark )
0-3 Nadía Atladóttir ('50 )
0-4 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('57 )
1-4 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('69 )
1-5 Dagný Rún Pétursdóttir ('90 )

Augnablik 1 - 3 Haukar
0-1 Vienna Behnke ('5 )
1-1 Eyrún Vala Harðardóttir ('43 )
1-2 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('72 )
1-3 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('80 )

Grótta 1 - 2 HK
0-1 Danielle Marcano ('15 )
0-2 Danielle Marcano ('18 )
1-2 María Lovísa Jónasdóttir ('45 )

FH 1 - 0 Grindavík

KR 1 - 1 Afturelding
1-0 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('12 )
1-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('80 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner