Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. júní 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Markvörður Wales hefur ekki byrjað deildarleik síðan 2017
Danny Ward.
Danny Ward.
Mynd: EPA
Wales tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins á sunnudaginn en sá leikmaður liðsins sem hefur fengið hvað mesta athygli er markvörðurinn Danny Ward.

Hann hefur sýnt frábæra frammistöðu á mótinu, þrátt fyrir að hafa ekki leikið deildarleik fyrir félagslið í fjögur ár.

Á heildina litið eru spilmínúturnar hjá leikmannahópi Wales ekki margar. Samtals spilaði byrjunarliðið gegn Sviss og Tyrklandi aðeins 185 byrjunarliðsleiki í deild á síðasta tímabili.

Sú tala fór svo niður í 167 í leiknum gegn Ítalíu en þar vantaði Kieffer Moore sem er fastamaður hjá Cardiff.

Danny Ward er 28 ára og hefur eytt síðustu þremur árum á bekknum hjá Leicester.

„Innan hópsins eru mínúturnar sem við spilum hjá félagsliðum ekkert sem við erum að pæla í. Þegar við komum saman hjá landsliðinu vitum við vað við getum. Liðsheildin er frábær og andinn innan hópsins gæti ekki verið betri," segir Ward. „Við erum rosalega samheldnir. Við erum lítil þjóð, það eru lið á mótinu með meiri hæfilega en ég held að ekkert sé með eins stórt hjarta og við."
Athugasemdir
banner
banner
banner