Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júní 2022 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Samningur Neymars framlengist um tvö ár
Neymar
Neymar
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar verður samningsbundinn Paris Saint-Germain til ársins 2027 frá og með 1. júlí en þetta kemur fram í franska blaðinu L'Equipe í dag.

Neymar skrifaði undir framlengingu á samningi sínum á síðasta ári og gerði hann þá nýjan fjögurra ára samning.

Brasilíumaðurinn leitaðist eftir því að yfirgefa PSG sumarið 2020 og var ansi nálægt því að ganga aftur í raðir Barcelona en PSG vildi ekki koma til móts við Börsunga og runnu þær viðræður út í sandinn.

Neymar, sem er þrítugur, fann hamingjuna á ný í París og framlengdi síðan samning sinn en þá má finna klásúlu í honum. L'Equipe heldur þvi fram að samningur hans framlengist um önnur tvö ár um mánaðamótin.

Hann yrði því samningsbundinn til 2027 en það myndi kosta PSG 130 milljónir evra að rifta þeim samningi.

Samkvæmt frönsku miðlunum vill PSG losa sig við Neymar í sumar en það verður hægara sagt en gert. Það getur ekki hvaða félag sem er í heiminum ráðið við launakröfur leikmannsins. Enska félagið Manchester City hefur verið nefnt í þessu samhengi svona í ljósi þess að Raheem Sterling gæti verið á förum til Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner