sun 22. júlí 2018 16:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Fimm stiga skilja liðin í fyrsta og sjöunda sæti
Fjarðabyggð vann góðan sigur.
Fjarðabyggð vann góðan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Andy Pew skoraði tvennu.
Andy Pew skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru í 2. deild karla í dag og með þeim lauk 12. umferð deildarinnar. Toppbaráttan er orðin harðari, ef eitthvað er, núna þegar þessari umferð er lokið.

Nýr framherji Fjarðabyggðar átti skínandi leik þegar Fjarðabyggð sigraði Kára á heimavelli.

Spánverjinn Jose Gabriel Pinera Hortelano sem kom til Fjarðabyggðar á dögunum skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, en þetta var hans fyrsti leikur fyrir Fjarðabyggð. Marinó Hilmar Ásgeirsson minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir en Mate Coric gerði út um leikinn, 3-1 fyrir Fjarðabyggð lokatölur.

Í hinum leik dagsins var Leikni Fáskrúðsfirði pakkað saman af Vestra.

James Mack kom Vestra yfir þegar 20 mínútur voru búnar en varnarmaður Andy Pew bætti við öðru marki nokkrum mínútum síðar. Andy Pew var aftur á ferðinni í seinni hálfleiknum, 3-0 og voru það lokatölurnar á Ísafirði.

Fjarðabyggð 3 - 1 Kári
1-0 Jose Gabriel Pinera Hortelano ('33)
2-0 Jose Gabriel Pinera Hortelano ('55)
2-1 Marinó Hilmar Ásgeirsson ('69)
3-1 Mate Coric ('75)

Vestri 3 - 0 Leiknir F.
1-0 James Mack ('20)
2-0 Andrew James Pew ('25)
3-0 Andrew James Pew ('65)

Hvað þýða þessi úrslit?
Eftir 12 umferðir skilja aðeins fimm stig efstu sjö liðin að. Vestri er í fimmta sæti og Fjarðabyggð er í sjöunda sæti. Kári er í fjórða sæti. Leiknir F. er í tíunda sæti með 10 stig, þremur stigum frá fallsæti. Deildin er búin að skiptast í tvo hluta.

Liðin í efstu sjö sætunum berjast um að komast upp en liðin í sætum átta til 12 eru í fallbaráttu.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner