Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. júlí 2018 21:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
2. deild kvenna: Einherji burstaði Hvíta Riddarann
Einherji skoraði 9 mörk í dag.
Einherji skoraði 9 mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Einherji tók á móti Hvíta Riddaranum á Vopnarfjarðavelli í dag þar Barbara Kopacsi og Aubri Lucille Williamson skiptust á að skora.

Barbara Kopacsi skoraði fyrstu tvö mörk leiksins með tveggja mínútna millibili. Aubri Lucille Williamson skellti í þrennu í fyrri hálfleik og útlitið dökkt fyrir Hvíta Riddarann í hálfleik.

Tvíeykið hélt uppteknum hætti í þeim síðari. Lucille Williamson skoraði á 68. mínútu. Barbara Kopacsi bætti síðan við tveimur mörkum áður en Williamson fullkomnaði sinn leik með sínu fimmta marki á 87. mínútu. Ótrúlegar lokatölur.

Einherji er nú búinn að sigra tvo leiki í röð og er komið með 6 stig í næst neðsta sæti deildarinnar. Hvíti Riddarinn er hinsvegar á botninum með núll stig eftir 10 leiki.

Einherji 9-0 Hvíti Riddarinn
1-0 Barbara Kopacsi ('10)
2-0 Barbara Kopacsi ('12)
3-0 Aubri Lucille Williamson ('32)
4-0 Aubri Lucille Williamson ('35)
5-0 Aubri Lucille Williamson ('43)
6-0 Aubri Lucille Williamson ('68)
7-0 Barbara Kopacsi ('78)
8-0 Barbara Kopacsi ('81)
9-0 Aubri Lucille Williamson ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner