Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. júlí 2018 22:33
Hafliði Breiðfjörð
Castillion fer líklega frá FH til Víkings að nýju
Castillion í leik FH gegn Stjörnunni í Kaplakrika í sumar.
Castillion í leik FH gegn Stjörnunni í Kaplakrika í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH tjáði sig ekki um orðróm þess að hollenski framherjinn Geoffrey Castillion sé á leið í raðir Víkings að nýju þegar hann var spurður eftir leik FH og Breiðabliks í kvöld.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklegt að leikmaðurinn gangi til liðs við Víkinga eftir að félögin náðu samkomulagi sín á milli. Hann spilaði með Víkingi í fyrra og skoraði 11 mörk fyrir liðið í 16 leikjum í Pepsi-deildinni. Hann hefur aðeins skorað eitt mark fyrir FH í sumar.

Castillion var ekki í leikmannahópi FH í kvöld og þegar Egill Sigfússon fréttamaður Fótbolta.net spurði Ólaf út í orðróm þess að hann væri á leið í raðir Víkinga svaraði hann:

„Geoffrey er í Hollandi núna, fjölskyldan á von á barni. Það á að setja konuna hans af stað á mánudag/þriðjudag og hann fékk leyfi til að fara til Hollands og vera viðstaddur það."

„Það er ástæða þess að hann var ekki í leikmannahópnum í kvöld og svo hafa verið einhverjar sögusagnir en við skulum sjá hvað setur."

Athugasemdir
banner
banner
banner